Villa LolaAkureyri
Villa Lola er íbúðarhús staðsett í Vaðlabrekku gegnt Akureyri. Það samanstendur af þremur íbúðum með fallegu útsýni yfir fjörðinn. Hönnun hússins er innblásin af fjallarskarði í Eyjarfirði og samanstendur af þremur einingum sem vísa upp til himins og mynda nokkurskonar dali á milli þakeininganna. Stórir gluggar tengja íbúa við stórbrotið landslag umhverfis bygginguna.
Náið samstarf arkitekts og viðskiptavinar endurspeglast í hönnun hússins þar sem efnisnotkun, sjálfbærar lausnir og góð nýting á rýmum var í fararbroddi. Hver íbúð er með stóran stofuglugga sem snýr að firðinum, eldhús, baðherbergi og svefnloft.
Við byggingu hússins var mikil áhersla lögð á að vernda svæðið og er húsið því umlukið ósnortinni náttúru sem er síbreytileg eftir árstíðum. Húsið er klætt lerkivið og því er lítil þörf á viðhaldi.