Urriðaholtsstræti er L-laga bygging sem er annarsvegar 3 hæðir í austur og hinsvegar 4 hæðir í norður. Byggingin skiptist fyrir miðju þar sem andyri og aðkoma starfsmanna er. Starfsemi hússins er fjölþætt, veitingarekstur og verslanir eru á jarðhæð hússins og skrifstofur á hæðum.
Húsið er staðsteypt úr járnbentri steinsteypu og einangrað að utan. Húsið er klætt litaðri sléttri kassa álklæðningu í bronslit ásamt hitameðhöndlaðri viðarklæðingu á völdum stöðum. Þakfletir verða lagðir gróðurþekju. Afvötnun verður tekin í kílskorinni einangruninni og regnvatn leitt út á við í regnvatnskerfi byggingarinnar og í siturbeð á lóð.