ARKÍS arkitektar fluttu höfuðstöðvar sínar árið 2021 í endurgert húsnæði á Kársnesi. Húsið var komið til ára sinna og var full endurgert, allt frá hurðagötum og gluggum, léttir innveggir fjarlægðir, einangrun endurnýjuð og framhluti klæddur. Húsnæðið er á 2 hæðum en efri hæðin nær einungis yfir aftari hluta byggingarinnar sem gerir lofthæðina í vinnurými góða. Framhlið hússins er gluggum klædd en bakhlið hússins er að stórum hluta niðurgrafin og því gluggalaus.
Frá matsal hússins er útgengið á stóran pall með tröppulöguðum skjólvegg.