23.06 2011

Arkís hannar Vörður fyrir Vatnajökulsþjóðgarð

Vatnajökulsþjóðgarður hefur vígt Vörður inn í þjóðgarðinn á Fljótsdalsheiði.  Hönnuðir Varðanna eru Birgir Teitsson arkitekt og Snædís Laufey Bjarnadóttir.
Hugmyndin á bakvið Vörðurnar er að þær myndi hlið inn í þjóðgarðinn og myndi tveggja til fimm manna fjölskyldu varða við helstu inngönguleiðir inn í þjóðgarðinn og taki þannig upp aldargamalt hlutverk að leiða og vísa ferðalöngum veginn, auk þess að  miðla áfram til komandi kynslóða mikilvægi þess að lifa í sátt við náttúruna.

NÝLEGAR FRÉTTIR