09.09 2016
Arkís arkitektar klára sinn fyrsta hönnunarsamning í Noregi
Föstudaginn 2. september síðastliðinn opnaði Bent Høie heilbrigðis- og velferðarráðherra Noregs nýtt hjúkrunarheimili og heilsugæslu í Tretten í Noregi. Um er að ræða rúmlega þrjú þúsund fermetra nýbyggingu auk um tvö þúsund fermetra eldra húsnæðis sem er endurgert. Verkís verkfræðistofa sá um alla tæknilega hönnun verkefnisins. Arkís og Verkís hafa unnið saman að verkefnum í Noregi og eru nú nokkur verkefni í byggingu sem þessir aðilar hafa hannað í sameiningu.