12.11 2019

Minning

Egill Már Guðmundsson arkitekt

27. janúar 1952 – 10. október 2019

Egill lauk námi í arkitektúr frá Arkitektaháskólanum í Osló árið 1978.

Árið 1997 stofnaði Egill ásamt fleirum arkitekta- og ráðgjafarstofuna ARKÍS, þar sem hann starfaði til dánardags. Áður hafði hann rekið arkitektastofuna TT3.

Eftir Egil liggur fjöldi verka, bæði margs konar byggingar og lausnir á skipulagsverkefnum ásamt ráðgjöf í skólamálum. Helstu skipulagsverkefni sem hann vann að eru: Skipulag Urriðaholts, skipulag Elliðaárvogs og einnig skipulag Húsahverfis þá með TT3. Helstu byggingar sem Egill kom að hönnun á eru: Háskólinn í Reykjavík, Rimaskóli, Stapaskóli sem nú er í byggingu, Hús Náttúrufræðistofnunar, Holmen svømmehall í Asker í Noregi, Smáratorg, Glerártorg, Hús Ingvars Helgasonar, Höfuðstöðvar Ístaks, IKEA í Vilnius, Riga og á Íslandi.

Þá var Egill einnig einn af forystumönnum við þróun vistvænnar hönnunar hérlendis.

Síðustu misserin vann hann að undirbúningi og hönnun Erróseturs á Kirkjubæjarklaustri.

Egill starfaði ötullega að hagsmunamálum innan Arkitektafélags Íslands og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið.

 

In Memoriam

Egill Már Guðmundsson architect

January 27th 1952 – October 10th 2019

Egill graduated from Oslo School of Architecture in 1978.

In 1997 Egill founded ARKÍS, in partnership with others.  He worked at ARKÍS as architect and partner until the day of his passing.  Before founding ARKÍS, Egill had operated architecture office TT3.

Egill carried out numerous architectural works, both buildings and planning projects in addition to consultation works for educational buildings.  Among Egil’sn notable planning projects are: Urridaholt development, Ellidaarvogur and Husahverfi (with TT3).  Most notable built architectural works are: Reykjavik University, Rimaskoli school, Stapaskoli school (currently under construction, the Icelandic Institute of Natural History, Holmen Aquatics Center in Norway, Smaratorg, Glerartorg, the Ingvar Helgason building, Ístak’s headquarters, IKEA in Vilnius, Riga and in Iceland.

Furthermore, Egill was one of the pioneers of sustainable design and planning in Iceland.

Over the last few years Egill worked on the development and design of an Erró Center at Kirkjubaejarklasutur.

Egill worked avidly on various matters for the Icelandic Association of architects and held numerous posts for the association.

NÝLEGAR FRÉTTIR