17.11 2008

Vatnsmiðlunartankur rís á Selhæð við Egilsstaði

Vatnsmiðlunartankur rís nú á Selhæð, nærri Egilsstaðabæ á Fljótsdalshéraði. Tankurinn er uppsteyptur, veðurkápan er Cortenstál með utanáliggjandi stálgrind með lerkiplönkum úr Hallormstaðaskógi. Tankurinn stendur í ferkantaðri tjörn með ljósi og hringrásardælu í botninum sem mynda skuggaspil. Dempuð lýsing er einnig ofan á tanknum. Tankurinn er 12.5 m í þvermál, 7.4 m hár og rúmar 725 m³ af vatni. Verkefnið er unnið fyrir Hitaveitu Egilsstaða og Fella, HEF ehf.

NÝLEGAR FRÉTTIR