Arkís stuðlar að því að fyllsta jafnréttis sé gætt á milli alls starfsfólks og að hver og einn starfsmaður sé metin á eigin forsendum, hafi jafna möguleika og njóti sömu réttinda í starfi og til starfsframa óháð kyni, aldri, uppruna eða lífsstíl.
Jafnréttisstefna Arkís gildir fyrir allt starfsfólk fyrirtækisins og ber framkvæmdastjóri ábyrgð á framgangi jafnréttismála.
Faglegur metnaður Arkís varðandi jafnréttismál eru:
- Að vera til fyrirmyndar í jafnréttismálum og vinna samkvæmt lögum og kröfum um jafnrétti kynjanna.
- Að gera stöðugar umbætur, vera með eftirlit og viðbrögð við breytingum sem kunna að koma.
- Að gæta skuli jafnréttis við ráðningar og tilfærslur í starfi, sem þýðir að hæfasti umsækjandinn sé ætíð valinn út frá málefnalegum sjónarmiðum svo sem hæfni, færni, menntun og reynslu.
- Að kynna öllum starfsmönnum jafnréttisstefnu fyrirtækisins.
- Að leitast við að jafna hlutfall kynjanna í hinum ýmsu störfum.
- Að gæta skuli jafnréttis hvað varðar ábyrgð og þátttöku starfsfólks á vinnustaðnum.
- Að greiða skuli jöfn laun og sömu kjör fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf.
- Að allt starfsfólk skuli eiga jafnan aðgang að endurmenntun og þjálfun.
- Að starfsfólki sé kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.
- Að einelti og kynferðisleg áreitni séu ekki liðin.