30.11 2021

Útgáfa: Rýnigöngur um Stapaskóla

Nýlega birtist greinin Rýnigöngur um Stapaskóla í tímaritinu Building.

Grein þessi lýsir úttekt á byggingu Stapaskóla, nýrri skólabyggingu sem sameinar opin og lokuð kennslurými og er hönnuð af ARKÍS fyrir fjölbreyttar kennsluaðferðir og margvíslega notkun. Skólinn var byggður fyrir nemendur á grunn- og leikskólastigi og þjónar nýju hverfi í Reykjanesbæ. Byggingin myndar kjarna sem verður hjarta hverfisins með grunnskóla, leikskóla, bókasafni, tónlistarskóla, sundlaug og ekki síst íþróttahúsi sem einnig mun þjóna rótgrónu íþróttafélagi Njarðvíkur. Greinin byggir á svonefndum rýnigöngum nemenda, kennara og annars starfsfólks um bygginguna ásamt rannsóknarviðtölum við rýnihópana að göngu lokinni.

 

Greinin er samin af Önnu Kristínu Sigurðardóttur prófessor og Torfa Hjartasyni lektor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands í samvinnu við Aðalstein Snorrason arkitekt.

 

https://www.mdpi.com/2075-5309/11/11/503/htm

NÝLEGAR FRÉTTIR