BláagerðiEgilsstaðir
Húsið og garðurinn er hannað sem íbúðarsambýli fyrir 4 fatlaða einstaklinga. Ein megin hugmyndin við hönnun hússins og garðsins er að skapa íbúunum tækifæri til að njóta garðsins á öllum árstíðum.
Sameiginlegur garður umliggur húsið og tengir saman með stíg sameiginlega verönd útaf borðstofu og alrými við einkagarða íbúanna og tryggir þannig samskipti á milli íbúa hússins. Hver íbúð hefur einkagarð með verönd beit útaf stofunni og tengis þannig úti og innrými saman og áfram út í sameiginlega rýmið. Lögð er áhersla á að sjónrænar tengingar séu góðar frá húsi og út í garð. Innbyggður garður með reynitré er hugsaður fyrir íbúa til að sækja slökun í og njóta innanfrá. Garðurinn er hannaðu með það í huga að styrkja og hvetja íbúana og starfsfólk til að nota garðinn til þjálfunar og styrkingar íbúanna. Hönnun miðar við að auðvelt aðgengi sé fyrir fatlaða íbúana að nota og ferðast sjálfa um garðinn.
Efnisval hússins og garðsins tekur mið að því að nota íslenskar gróður og trjátegundir, bæði lauftré og berjatré. Að nota íslenskt lerki í húsklæðninguna og sameiginlega veröndina og tengja þannig saman hús og garð. Egilsstaðarsvæðið er eitt stærsta lerkiskógræktarsvæði á Íslandi. Á veröndinni er stórt borð, heitur pottur og arinn. Stéttar, stígar eru staðsteyptar með kústaðri áferð. Allur garðúrgangur og lífrænn úrgangur er nýttur til moltugerðar og endurnýtur aftur innan lóðarinnar.
Einkagarðurinn er með lerkiklæddri verönd og grasflöt. Í garðinum er plantað, veggklifurplöntum, berjarunnum og eini. Útaf og tengt veröndinni er fuglabað og ljósker sem gefur íbúum möguleika á að njóta garðsins innanfrá.