image description

ARKÍS er framsækin arkitektastofa á sviði byggingarlistar, hönnunar og skipulags. Frá stofnun, árið 1997, hefur ARKÍS starfað bæði innanlands og á alþjóðamarkaði og unnið að fjölbreytilegum verkefnum fyrir einkaaðila og opinberar stofnanir.

ARKÍS starfar eftir þeirri meginhugsun að öll hönnun mannvirkja snúist um að skapa umhverfi og aðstæður sem auka lífsgæði okkar. Þá skuldbindur ARKÍS sig til að stuðla að auknu vægi vistvænnar hönnunar.

ARKÍS hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín.

Arkís arkitektar

Útibú Selfossi

  • Austurvegi 1-5
  • 800 Selfoss

Arnar Þór Jónsson

arkitekt - eigandi

Birgir Teitsson

arkitekt - eigandi

Björg Gunnarsdóttir

grafísk hönnun - móttaka

Björn Guðbrandsson

arkitekt - eigandi

Elínborg Egilsdóttir

byggingafræðingur

Erna Þráinsdóttir

arkitekt - eigandi

Guðmundur Jónsson

tækniteiknari

Harpa Lind Einarsdóttir

innanhússarkitekt

Heimir Freyr Hauksson

byggingafræðingur

Hjalti Logason

byggingafræðingur

Hjörvar Sigurðsson

byggingafræðingur

Hólmfríður Karlsdóttir

innanhússarkitekt

Jón Bryngeir Skarphéðinsson

byggingafræðingur

Katrín Sif Michaelsdóttir

byggingafræðingur

Lena Margrét Aradóttir

byggingafræðingur

Lísa Kjartansdóttir

innanhússarkitekt

Orri Sveinn Segatta

byggingafræðingur

Perla Njarðardóttir

byggingafræðingur

Peter Erler

byggingafræðingur

Sandra Mjöll Sigurðardóttir

byggingafræðingur

Sesselja Þrastardóttir

BA í arkitektúr

Sigurður Rúnar Sigurðsson

byggingafræðingur

Snædís Þráinsdóttir

byggingafræðingur

Sóley Elvarsdóttir

Byggingaiðnfræðingur

Svava Björk Bragadóttir

byggingafræðingur - eigandi

Sveinn Halldór Skúlason

byggingafræðingur

Thelma Guðmundsdóttir

innanhússarkitekt - eigandi

Viggó Magnússon

byggingafræðingur - eigandi

Þorvarður Lárus Björgvinsson

framkvæmdastjóri - eigandi

Verðlaun

ARKÍS hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. Hér að neðan eru nokkur valin verðlaun og viðurkenningar.

2022 1. verðlaun í samkeppni Sementsreitur Akranesi.
2020 1. verðlaun í hugmyndaleit Sæbrautarstokkur
2020 1. verðlaun í samkeppni Hjúkrunarheimilið á Húsavík
2015 1. verðlaun í samkeppni um skipulag Elliðaárvogs og Ártúnshöfða
2014 1. verðlaun í samkeppni Safnaðarheimili Ástjarnarkirkju
2014 1. verðlaun í samkeppni Suðurlandsbraut 8 og 10
2013 1. verðlaun í samkeppni Áningarstað Skógræktar ríkisins
2012 1. verðlaun í samkeppn Skrifstofubyggingu við Narbuto Street, Vilnius
2012 1. verðlaun í samkeppni Fangelsi á Hólmsheiði
2009 1. verðlaun í samkeppni Hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi
1. verðlaun í samkeppni Háskólann í Reykjavík; samstarfsverkefni með HLT, Danmörku
1. verðlaun í opinni samkeppni Þjóðgarðsmiðstöð á Skriðuklaustri
1. verðlaun í opinni samkeppni Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi
1. verðlaun í opinni samkeppni Skipulag miðbæjar Egilsstaða.
1. verðlaun í samkeppni Leikskóla á Djúpavogi
1. verðlaun í lokaðri samkeppn Viðbyggingu og breytingar Hótel Selfoss
1. verðlaun í samkeppni Verkfræðingahúsið. Með Þórarni Þórarinssyni.
1. verðlaun í samkeppni Skipulag Viðeyjar. Með Þórarni Þórarinssyni og Baldri Svavarssyni.
1. verðlaun í samkeppni Nemendagarða að Bifröst. Með Þórarni Þórarinssyni.
1. sæti í alútboð Höfuðstöðvar- og vörumiðstöð Samskipa.
1. sæti í alútboði Korpuskóla, Reykjavík
1. sæti í alútboði Nýr leikskóli á Egilsstöðum
1. sæti í alútboð Íþóttahús Fimleikafélagsins Bjarkar.
2007 2. verðlaun í alþjóðlegu lífsgæðaverðlaununum LiveCom Fyrir skipulag Urriðaholts
2. verðlaun í opinni, alþjóðlegri hönnunarsamkeppni Nýja ráðuneytisbyggingu við Sölvhólsgötu í Reykjavík.
2. sæti opinni samkeppni Hörðuvelli; skipulag, grunnskóli og leikskóli.
2. verðlaun í samkeppni Nýr leikskóli fyrir Reykjavíkurborg.
2. verðlaun í samkeppni Deiliskipulag á Álftanesi. Með Þórarni Þórarinssyni.
2. verðlaun í samkeppni Íbúðabyggð á Eiðisgranda. Með Ingimundi Sveinssyni.
2014 3. verðlaun í samkeppni Geysis svæðið
3. verðlaun í opinni, alþjóðlegri skipulagssamkeppni Tónlistarhús, hafnarsvæði- og miðbæ Reykjavíkur. Með KHR arkitektum í Danmörku.
3. verðlaun í samkeppni Íbúðaskipulag á Seltjarnarnesi. Með Dagnýju Bjarnadóttur.
3. verðlaun í samkeppni Deiliskipulag miðbæjar Álftarnesi. Með Þórarni Þórarinssyni.
2015 3. verðlaun í opinni samkeppni Kilden barnehage í Osló
4.-6. verðlaun í samkeppni Skipulag á Kirkjusandi
Innkaup í opinni samkeppni Framhaldsskólann í Mosfellsbæ.
Innkaup í opinni samkeppni Stofnun Árna Magnússonar.
2016 Athyglisverð tillaga í opinni samkeppni Nýbyggingu á Alþingisreit
1. einkunn í einkaframkvæmd Rannsóknar- og nýsköpunarhús Háskólans á Akureyri.
1. einkunn í einkaframkvæmd Iðnskólann í Hafnarfirði.
2. sæti í alútboði Leikskóla í Víkurhverfi

Viðurkenningar

2017 Tilnefning til Mies van der Rohe verðlaunanna í byggingalist fyrir fangelsið á Hólmsheiði.
2016 Steinsteypuverðlaunin fyrir Snæfellsstofu, Skriðuklaustri.
2010 Tilnefning til Mies van der Rohe verðlaunanna í byggingalist. Fyrir Snæfellsstofu, Skriðuklaustri.
2007 Verðlaun Boston Society of Architects fyrir skipulag Urriðaholts
2007 Viðurkenning Nordegrio, norrænnrar rannsóknarstofnunar í skipulags- og byggðamálum
2004 Tilnefning til Mies van der Rohe verðlaunanna í byggingalist. Fyrir höfuðstöðvar Ístaks. Samstarfsverkefni með KHR arkitektum.
2003 Menningarverðlaun DV. Fyrir höfuðstöðvar Ístaks.
Viðurkenning í samkeppni um Kvosina.
#

Stefna Arkís

Vera leiðandi afl í byggingarlist, miðlun og mótun hins manngerða umhverfis.

Að vera leiðandi í umhverfisvænni hönnun og skipulagi.

Að auka gæði í manngerðu umhverfi með framsækinni hönnun.

Að vera skapandi vinnustaður þar sem faglegur metnaður og frumkvæði einstaklingsins fær að njóta sín.

#

Jafnréttisstefna

Arkís stuðlar að því að fyllsta jafnréttis sé gætt á milli alls starfsfólks og að hver og einn starfsmaður sé metin á eigin forsendum, hafi jafna möguleika og njóti sömu réttinda í starfi og til starfsframa óháð kyni, aldri, uppruna eða lífsstíl.

Jafnréttisstefna Arkís gildir fyrir allt starfsfólk fyrirtækisins og ber framkvæmdastjóri ábyrgð á framgangi jafnréttismála.

Faglegur metnaður Arkís varðandi jafnréttismál eru:

Að vera til fyrirmyndar í jafnréttismálum og vinna samkvæmt lögum og kröfum um jafnrétti kynjanna
Að gera stöðugar umbætur, vera með eftirlit og viðbrögð við breytingum sem kunna að koma.
Að gæta skuli jafnréttis við ráðningar og tilfærslur í starfi, sem þýðir að hæfasti umsækjandinn sé ætíð valinn
út frá málefnalegum sjónarmiðum svo sem hæfni, færni, menntun og reynslu.
Að kynna öllum starfsmönnum jafnréttisstefnu fyrirtækisins.
Að leitast við að jafna hlutfall kynjanna í hinum ýmsu störfum.
Að gæta skuli jafnréttis hvað varðar ábyrgð og þátttöku starfsfólks á vinnustaðnum.
Að greiða skuli jöfn laun og sömu kjör fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf.
Að allt starfsfólk skuli eiga jafnan aðgang að endurmenntun og þjálfun.
Að starfsfólki sé kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.
Að einelti og kynferðisleg áreitni séu ekki liðin.

#

Umhverfisstefna

ARKÍS starfar eftir þeirri megin hugsun að öll hönnun mannvirkja snúist um að skapa umhverfi og aðstæður sem auka lífsgæði okkar. Þá skuldbindur ARKÍS sig til að stuðla að auknu vægi vistvænnar hönnunar. Með því sjónarmiði hefur ARKÍS getu til þess að hafa jákvæð og hvetjandi áhrif á samfélagið.

Faglegur metnaður Arkís felur í sér:

Að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og vinna samkvæmt umhverfisstjórnunarkerfi sem uppfyllir alþjóðakröfur ISO 14001:2015.
Að leggja áherslu á að hafa góð áhrif á umhverfið með sjálfbærri þróun að leiðarljósi í starfsemi sinni.
Að vera leiðandi í umhverfisvænni hönnun og skipulagi.
Að vera meðvituð og draga úr umhverfisáhrifum stofunnar með því að mæla þýðingarmikla umhverfisþætti í starfsemi sinni og þróa með sér vistvænni vinnustað.
Að leggja áherslu á að leita umhverfisvænna leiða við innkaup, stuðla að endurnýtingu endurvinnslu og halda úti grænu bókahaldi í rekstri stofunnar.
Að hvetja til notkunar á vistvænum ferðamáta starfsfólks til og frá vinnu með því að bjóða upp á samgöngustyrk.
Að setja sér markmið og vinna að stöðugum umbótum í starfsemi sinni til að uppfylla þær kröfur.
Að efla umhverfisvitund starfsmanna og stuðla að umbótum í umhverfismálum innan fyrirtækisins og í verkefnum þess.
Að gera þá kröfu um að allir starfsmenn þekki umhverfisstefnu fyrirtækisins og taki virkan þátt í framgangi hennar.
Að greiða skuli jöfn laun og sömu kjör fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf.
Að allt starfsfólk skuli eiga jafnan aðgang að endurmenntun og þjálfun.
Að starfsfólki sé kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.
Að einelti og kynferðisleg áreitni séu ekki liðin.

#

Vistvæn hönnun

ARKÍS býður upp á alhliða ráðgjöf varðandi vistvæna hönnun bygginga, skipulag og stefnumörkun um visthæfi byggðar. Starfsmenn ARKÍS hafa sótt sér menntun í umhverfisvottun bygginga og skipulags, auk þess sem ARKÍS hefur á síðustu árum verið leiðandi í þróun vistvænna bygginga og skipulags á Íslandi.

Með vistvænum lausnum og umhverfisvænni hugsun mætum við kröfum samtímans um leið og við vinnum á ábyrgan hátt að hag komandi kynslóða. Vistvæn hönnun og skipulag hámarka notagildi og bæta frammistöðu byggðar með tilliti til náttúruauðlinda, svo sem lands, orku, vatns og byggingarefna, samhliða því sem dregið er úr neikvæðum áhrifum byggðar á umhverfi og heilsu fólks.
Ábyrg vistvæn hönnun getur tryggt lægri rekstrarkostnað og aukið verðmæti bygginga með bættri ímynd og auknum gæðum. Auk þess sýna rannsóknir að með markvissum aðgerðum við hönnun og skipulag má stuðla að bættri heilsu og vellíðan, draga úr fjölda veikindadaga, auka framleiðni starfsfólks og hækka einkunnir nemenda í skólum.* Ennfremur draga vistvænar lausnir í hönnunarferlinu úr neikvæðum umhverfisáhrifum, bæði af framkvæmdum og daglegum rekstri bygginga og hverfa.

Umhverfisvottun bygginga og skipulagsáætlana með alþjóðlega viðurkenndum vottunarkerfum gefur marktækan og mælanlegan samanburð á visthæfi byggðar. Ennfremur, er vottunarferlið áhrifaríkt stjórntæki fyrir verkkaupa til að setja sér gæðamarkmið og fylgja þeim markmiðum eftir allt þar til byggingin er fullbúin.

ARKÍS býður upp á ráðgjöf og vottun samkvæmt BREEAM umhverfisvottunarkerfinu og Miljöbyggnad. BREEAM kerfið er breskt að uppruna, útbreitt alþjóðlega, en notkun kerfisins er mikil á Bretlandseyjum. Til dæmis má nefna að allar nýbyggingar sem byggðar eru á Englandi fyrir opinbert fé, að hluta eða að fullu, skulu BREEAM vottaðar og þurfa að ná skilgreindum lágmarkseinkunnum. Árið 2009 höfðu yfir 116 þúsund byggingar hlotið BREEAM vottun.  Miljöbyggnad er sænskt umhverfisvottunarkerfi fyrir byggingar.

Eins og áður segir býður ARKÍS upp á BREEAM vottun og ráðgjöf vegna slíkra vottana. Jafnframt býður ARKÍS upp á vottun skipulagsáætlana samkvæmt BREEAM Communities og almenna ráðgjöf í umhverfisvænni hönnun og skipulagi, óháð vottun, en ýmis tækifæri eru til að auka visthæfi byggðar jafnvel þó ekki sé lagt í vottun.

Meðal verka ARKÍS þar sem vistvæn hönnun og skipulag eru í forgrunni má nefna skipulag Urriðaholts í Garðabæ sem hlotið hefur fjölda alþjóðlegra viðurkenninga, Snæfellsstofu að Skriðuklaustri sem stefnir í að verða fyrsta BREEAM vottaða byggingin á Íslandi, nýbyggingu Náttúrufræðistofnunar Íslands sem er í BREEAM vottunarferli og þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi sem hefur verið fullhönnuð út frá BREEAM viðmiðum.

Auk þess hefur ARKÍS ritstýrt stefnumörkun Reykjavíkurborgar fyrir vistvæn hverfi og byggingar, jafnframt því sem starfsmenn ARKÍS hafa sinnt sérfræðiráðgjöf varðandi umhverfisvæna byggð með nefndarstörfum fyrir Umhverfisráðuneytið og stundakennslu bæði við Háskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands.

ARKÍS arkitektar er margverðlaunuð, framsækin arkitektastofa sem starfað hefur frá árinu 1997. Verk ARKÍS spanna öll svið arkitektúrs, skipulags, hönnunar og ráðgjafar.
ARKÍS hefur viðamikla reynslu af verkefnum í skipulagi og arkitektúr, en frá stofnun hefur ARKÍS komið að úrlausn fjölmargra viðamikilla og flókinna verkefna, bæði hérlendis sem og erlendis.

ARKÍS arkitektar hafa þá sérstöðu að geta boðið upp á heildstæða ráðgjöf fyrir vistvæna byggð og byggingar á öllum stigum hönnunar; það er undirbúnings, skipulags, hönnunar og framkvæmdaeftrilits auk þess sem stefna fyrirtækisins er að samtvinna umhverfisvitund auknum gæðum byggðar.

* Benefits of Green Building. BRE Global

#

Vottanir

ARKÍS arkitektar starfrækja vottað gæðakerfi samkvæmt kröfum ÍST EN ISO 9001:2015 sem tekur til hönnunar- og ráðgjafarþjónustu á sviðum arkitektúrs og skipulags.

ARKÍS býður upp á umhverfisvottun og ráðgjöf samkvæmt BREEAM vottunarkerfinu.  Starfsmenn ARKÍS hafa réttindi sem vottunaraðilar fyrir byggingar samkvæmt BREEAM International kerfinu og fyrir skipulag samkvæmt BREEAM Communities.

ARKÍS arkitekta hafa réttindi til að veita arkitektaþjónustu í Noregi samkvæmt „sentral godkjenning for ansvarsrett for prosjektering av Arkitektur i tiltaksklasse 3“ frá DIBK.

ARKÍS arkitekta eru aðilar að Nordic Built, sjálfbærnisáttmála í mannvirkjagerð á Norðurlöndunum.

ARKÍS arkitektar eru aðilar að Prism Environment.

ARKÍS arkitektar eru aðilar að Vistbyggðarráði.

  • #
  • #

Útgáfur

ARKÍS er framsækin arkitektastofa á sviði byggingarlistar, hönnunar, skipulags og vistvænnar hönnunar. Frá stofnun, árið 1997, hefur ARKÍS starfað bæði innanlands og á alþjóðamarkaði og unnið að fjölbreytilegum verkefnum fyrir einkaaðila og opinberar stofnanir.