#

BlágilVatnajökulsþjóðgarður

Landvarðarskáli fyrir Vatnajökulsþjóðgarð í Blágiljum.
Fyrsti landvarðarskáli sem Arkís arkitektar hafa hannað fyrir VJÞ, hefur verið tekin í notkun á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs í Blágiljum V-Skaftafellssýslu.
Skálinn er heimili og vinnustaður fyrir 2 – 3 landverði.

Byggingin samanstendur af 3 einingum sem hýsa svefn- og baðherbergi, alrými með stofu og eldhúsi auk verkstæðis og geymslueiningar.
Hönnun byggingarinnar gefur möguleika á  áfangaskiptingu framkvæmdarinnar.


Við hönnun byggingarinnar er lögð áhersla á einfalt form og efnisval sem fellur vel að staðnum og skapi góða umgjörð um starf landvarða.
Byggingin er timburbygging klædd að utan með corten stáli á veggjum og þaki, lerkiklæðning er við inngang og á pöllum,
byggingin og pallar eru afmarkaðir að utan með gabíónum fylltum með hraungrjóti frá staðnum, byggingin mun standa í mosa beði.
Að innan eru veggir klæddir með hvíttuðum birkikrossvið,  innréttingar eru einnig í hvíttuðum birkikrossvið á gólfum eru olíuborin birki gólfborð.
Utan þjónustutíma er hægt að loka fyrir glugga með hlerum.


Byggingin er hituð upp með metangasi, rafmagn kemur  frá metangasi og sólarsellum.

Staðsetning  skála N 63° 58,018´ og W 18°19,328´