
Borgartún 41Reykjavík
Nýr íbúðakjarni rís nú við Borgartún 41 og samanstendur af 115 íbúðum á 6 hæðum í randbyggðarformi umhverfis innigarð. Húsið er partur af nýju hverfi á Kirkjusandi, þar sem mikil áhersla er lögð á vistvænar samgöngur og góða aðstöðu fyrir hjólandi og gangandi í hverfinu.
Græn svæði umlykja bygginguna ásamt þakgarði og eru bílastæði íbúða og fyrir atvinnustarfsemi að mestu í bílakjallara. Aðkoma er að öllum stigahúsum bæði frá inngarði og frá götu.
Húsin eru einangruð að utan og klædd loftaðri plötuklæðningu í ljósum jarðlitum og gluggar og útihurðir eru í hlýjum brúnleitum lit.