#

BrákarborgReykjavík

Leikskólinn Brákarborg opnaði á nýjum stað sumarið 2022 í endurgerðu húsnæði. Brákarborg er sex deilda leikskóli fyrir 100 börn og þar starfa um 30 manns.

Byggingin er Breeam vottuð og hlaut Grænu skófluna 2022 fyrir mannvirki sem byggt hefur verið með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum. Nýlega hlaut Liska LIT verðlaunin fyrir ljósahönnun sína fyrir leikskólann Brákaborg. Við hönnun lýsingar innanhúss var mikil áhersla lögð á að fylgja náttúrulegu svefnmynstri nemenda og starfsfólks með sjálfvirkri lýsingu sem breytist yfir daginn og stuðlar þannig að vellíðan fólks.

Vistferilsgreining var gerð þar sem borið var saman kolefnisspor nýbyggingar og endurgerðar. Niðurstaðan var sú að í heildina er kolefnisspor endurgerðrar byggingar fjórðungi lægra en ef sama bygging hefði verið byggð frá grunni. Ef einungis er horft til kolefnisspors byggingarefna, þá er um að ræða 56% lægra kolefnisspor.