#

BrautarholtReykjavík

Brautarholt 18-20 er uppbygging á þegar byggðu húsi og samanstendur af sambyggðum byggingum, en lóðir við Brautarholt 18 og 20 hafa nú verið sameinaðar. Byggingin var áður atvinnuhúsnæði en er nú fjölbýlishús á 5 hæðum, ásamt verslunar- og veitingarekstri á jarðhæð. Húsið var hækkað um heila hæð og er ný 5. hæð byggð ofan á um miðju þess, inndregin um 1,5m. Húsið er 4 íbúðarhæðir með 22 smáíbúðum með gólf síðum gluggum og 0,8 m svölum til að hámarka birtu og möguleika á opnun.

Í portgarði hússins sem er aðeins aðgengilegur fyrir íbúa hússins er sameiginlegt þvottahús, vagna og hjólageymsla.