GarðarshólmurHúsavík
Garðarshólmur, miðstöð fræða og menningar mun rísa í gömlu síldarverksmiðjunni á hafnarbakka Húsavíkur. Miðstöðin er fyrir rannsóknir og umræðu um sjálfbæra framtíð og sjálfbæra nýtingu náttúru, efna og auðlinda.
Hlutverk Garðarshólma er aðallega tvenns konar: kennsla, sem snýst að mestu um sýningar fyrir gesti og gangandi og aðstaða til rannsókna.
Byggingin mun miðla þekkingu um sjálfbærni. Sjálf byggingin verður endurunnin úr grunni síldarverksmiðjunnar með endurunninni viðarklæðningu ásamt innrabyrði sem mun vonandi hvetja til endurmats á notkun efna.