Skaftárstofa er ný gestastofa og starfsstöð fyrir starfsemi á vestursvæði Vatnajökulþjóðgarðs (VJÞ). Byggingin er felld inn í hólótt landslag lóðarinnar við Sönghól sunnan Skaftár gengt Kirkjubæjarklaustri. Byggingin er um 770 m2, staðsteypt bygging og er hönnuð sem hluti af landslagi og göngustígakerfi svæðisins með aðgengi uppá þak og útsýni yfir Skaftá, Síðuna, Öræfajökul og Hvannadalshnjúk til austurs. Aðkomustígur að byggingunni og bílastæði eru feld að landinu og er því lítt áberandi frá byggingunni og nágrannabæjum. Aðkomustígurinn leiðir gesti að byggingunni og að aðkomutorgi og aðalinngangi og hinsvegar að stíg uppá þak byggingarinnar þar sem útsýniskífa er. Byggingin er umgjörð utan starfsemi Vatnajökulsþjóðgarð og hýsir sýningu um náttúru og mannlíf vestursvæisins, upplýsingaþjónustu, veitingasölu ásamt skrifstofum og verkstæði fyrir VJÞ.