Holtsvegur/Urriðaholt
Markmið tillögunnar er að höfða til breiðs hóps notenda þar sem tillit er tekið til mismunandi fjölskyldusamsetningar í samræmi við nútíma samfélagsuppbyggingu. Íbúðirnar eru hannaðar þannig að þær uppfylli kröfur um aðgengi fyrir alla og þar með geta þær uppfyllt þarfir notenda til langs tíma. Áherslur deiliskipulagsins byggjast á vistvænni hugsun og er höfundum umhugað um að fylgja því. Lögð er áhersla á að forðast byggingarefni sem haft geta mengandi áhrif á jarðveg og grunnvatn. Áhugaverð nálgun á vistvænum áherslum deiliskipulagsins er að nota t.d. BREEAM hugmyndafræði um vistvænar byggingar við frekari hönnun bygginganna, en það getur verið ávinningur fyrir alla. Við innra skipulag húsanna hefur verið lögð áhersla á að skapa gefandi bjart umhverfi og umfram allt skapa sveigjanleika og hagkvæmni í uppbyggingu húsanna.