#

Suðurlandsbraut 8 og 10

1.verðlaun í lokaðri samkeppni um stækkun Suðurlandsbrautar 8 og 10 

Megininntak
Í megin atriðum byggja höfundar á þeirri sýn sem fyrri höfundar að Suðurlandsbraut 8 og 10 höfðu gert ráð fyrir í sínum uppdráttum frá árinu 1959-60.
Í núverandi tillögu vilja höfundar sýna húsunum og fyrri hönnuðum virðingu með því að nota svipaðar áherslur og upprunalega, en þó með nýstárlegri nálgun.
Hönnuðir tillögunnar hafa haft að leiðarljósi mikilvægi staðsetningarinnar og hversu fjölfarin Suðurlandsbrautin er og því hafa húsin bæði verði hugsuð út frá
fjölbreytilegum innrirýmum sem og götumynd og ásýnd. 

Tillöguhöfundar hafa lagt mikið upp úr því að skapa nýja, spennandi og umfram allt hagkvæma lausn sem myndi auðga götuásýnd Suðurlandsbrautar og
Reykjavegar.