Hús Fagfélaganna
Innanhússhönnun á skrifstofuhúsnæði Húss Fagfélaganna, en undir því félagi eru Félag iðn- og tæknigreina, Rafiðnaðarsambandið, Matvís, Samiðn og Byggiðn. Húsnæðinu deila starfsmenn fagfélaganna og byggir samstarfið á því að bæta enn frekar þjónustu félagsmanna.
Í húsinu er ein móttaka sem sér um allt húsið og sameiginleg kaffistofa, síma- og fundaherbergi. Rýmið er að mestu leiti hvítt og grátt en á móti var unnið með sterka liti í vínrauðum/fjólubláum lit og dökkgrængráum. Þessir litir eru allsráðandi í minni rýmum eins og síma- og fundarherbergjum og kaffistofu. Einnig var leikið með samspil munstra á veggjum, gólfi og á gleri.