#

KorputúnMosfellsbær

Korputún er nýr vistvænn atvinnukjarni í landi Blikastaða í Mosfellsbæ. Atvinnukjarninn er skipulagður fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi eins og skrifstofur, verslun og þjónustustarfsemi. Skipulag atvinnukjarnans gerir ráð fyrir 90 þúsund fermetrum af atvinnuhúsnæði í um 30 byggingum. Þá tekur skipulagið mið af fyrirhugaðri Borgarlínu í gegnum svæðið og hverfið verður umhverfisvottað á grunni krafna BREEAM Communities, sem felur í sér að hugað verður mjög vel að umhverfisþáttum og sjálfbærni hverfisins.