Lava Show
Víkurbraut 5 er byggt árið 1968. Húsið er steinsteypt og hlaðið með einhalla þaki . Húsið var áður verslunarhúsnæði en með breytingunum er komið fyrir sýningasal og þjónustu við sýningu á rennandi hrauni innandyra – Icelandic Lava Show.
Að innan er móttaka gesta,minjagripaverslaun, framreiðslueldhús, setsvæði gesta, salerni, sýningasalur og bakrými sýningar ásamt starfsmanna rýmum. Hringlagað sýningarýmið mótast um rennu sem þverar sýningarýmið þannig að gestir hafi sem bestu sýn að fljótandi hrauninu.
Áætlaður fjöldi gesta í byggingunni er um 100 í heild. Í sýningasal eru 50 sæti og á setsvæði/kaffisvæði eru einnig sæti fyrir ca 50 manns. Starfsmenn í eldhúsi eru 3-4 og við sýningu 1-2 og því er heildar fjöldi fólks í húsinu mestur um 106. Eldhús er framreiðslueldhús með upphitaðan mat, kaffi og brauðmeti, með geymslu og lager bakatil með beina aðkomu að utan.