#

Hafnarbraut 12

Íbúðirnar eru hannaðar sem lífstíðaríbúðir sem höfða til ungs fólks en jafnframt er tekið tillit til mismunandi fjölskyldusamsetningar í samræmi við nútíma samfélagsuppbyggingu. Einfaldleiki, fjölbreytileiki og sveigjanleiki einkennir íbúðirnar og eru þær hannaðar þannig að þær uppfylli kröfur um aðgengi fyrir alla og þar með geta þær uppfyllt þarfir notenda til langs tíma.  Alls eru 129 íbúðir á 5 hæðum.
Við innra skipulag húsanna hefur verið lögð áhersla á að skapa gefandi bjart umhverfi og umfram allt skapa sveigjanleika og hagkvæmni í uppbyggingu húsanna.