Urriðaholtsstræti 44-74
Urriðaholtsstræti 44-74 eru tvær átta húsa lengjur í Urriðaholti. Við hönnun raðhúsanna var vandlega horft í efnisval, innra skipulag, hljóðvist, náttúrulega lýsingu og orkusparandi lausnir sem allt miðar að því að skapa heilnæmt hús.
Áhersla var lögð á að húsin yrðu sem hagkvæmust bæði í herbergjafjölda og að nýtingin yrði sem best. Húsin eru tæpir 180 fermetrar á tveimur hæðum með fimm svefnherbergjum, þvottahúsi og tveimur baðherbergjum. Í garðinum er heitur pottur og upphitað hjólaskýli. Bjart alrými og opið eldhús heldur vel utan um íbúa.
Náttúran spilar meginhlutverk í hönnun húsanna, bæði að utan sem innan. Litirnir sem notaðir eru í íbúðirnar eru valdar úr umhverfinu í kring. Þá er byggðin vel tengd við náttúruperlur, golfvöll og hjólaleiðir við Urriðavatn.
Burðarvirki hússins er úr krosslímdum timbureiningum. Húsin eru Svansvottuð, öll efni eru valin af kostgæfni, eiturefnalaus og með upprunaleikavottorð sem staðfestir viðunandi ferli og kröfur Svansins með tilliti til viðhaldstíma. Staðbundið loftræsikerfi er í hverri íbúð og lofttúður í hverju herbergi sem minnkar lekahættu og sparar orku.