
Vinastræti 14-16
Vinastræti er 2-4 hæða íbúðarhús með 15 íbúðum auk atvinnurýmis á 1 hæð sem hafa beint aðgengi frá Vörðutorgi og bílastæðum á lóðinni. Einnig er sameiginlegur bílakjallari með öðrum byggingum á lóðinni.
Húsin eru einangruð að utan með álklæðningum og var unnið með uppbrot í mynstur klæðningar í samstarfi við listamanninn Sigurð Árna Sigurðsson.