#

Vogatorg

1.verðlaun í hugmyndaleit um nýtt deiliskipulag fyrir Vogatorg, á og við vegstokka Sæbrautar. Í samstarfi við Landslag og Mannvit var unnið að tillögu að deiliskipulagi sem var bæði væn og græn með sjálfbærni að leiðarljósi. 

Vogatorg er lykillinn að því að tengja Elliðarárdal og Laugardal ásamt því að vera mikilvægur tengipunktur í samgöngukerfi borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins alls, enda tengjast þar samgönguásar sem liggja annars vegar frá austri til vesturs og hins vegar frá norðri til suðurs. Þróun Vogatorgs er möguleg með tilkomu Sæbrautarstokks sem tengir ofangreind hverfi í samfellt byggðamynstur þar sem öruggar samgöngur vistvænna samgöngumáta eru í forgangi. Lega Borgarlínu fellur vel að þessari nýju, þéttu borgarbyggð.

Byggðamynstur er nokkuð fjölbreytt, en lögð er áhersla á að ný byggð falli vel að fyrirliggjandi byggð. Vesturjaðar svæðisins einkennist af stakstæðum, smágerðum byggingum sem vísa til byggðamynsturs Vogahverfis. Til austurs er gert ráð fyrir stærri byggingum og er meiri áhersla á randbyggð á þeim hluta svæðisins, rétt eins og í skipulagi Vogabyggðar.