Umhverfisstefna

ARKÍS starfar eftir þeirri megin hugsun að öll hönnun mannvirkja snúist um að skapa umhverfi og aðstæður sem auka lífsgæði okkar. Þá skuldbindur ARKÍS sig til að stuðla að auknu vægi vistvænnar hönnunar. Með því sjónarmiði hefur ARKÍS getu til þess að hafa jákvæð og hvetjandi áhrif á samfélagið.


Faglegur metnaður Arkís felur í sér:

  • Að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og vinna samkvæmt umhverfisstjórnunarkerfi sem uppfyllir alþjóðakröfur ISO 14001:2015.
  • Að leggja áherslu á að hafa góð áhrif á umhverfið með sjálfbærri þróun að leiðarljósi í starfsemi sinni.
  • Að vera leiðandi í umhverfisvænni hönnun og skipulagi.
  • Að vera meðvituð og draga úr umhverfisáhrifum stofunnar með því að mæla þýðingarmikla umhverfisþætti í starfsemi sinni og þróa með sér vistvænni vinnustað.
  • Að leggja áherslu á að leita umhverfisvænna leiða við innkaup, stuðla að endurnýtingu endurvinnslu og halda úti grænu bókahaldi í rekstri stofunnar.
  • Að hvetja til notkunar á vistvænum ferðamáta starfsfólks til og frá vinnu með því að bjóða upp á samgöngustyrk.
  • Að setja sér markmið og vinna að stöðugum umbótum í starfsemi sinni til að uppfylla þær kröfur. 
  • Að efla umhverfisvitund starfsmanna og stuðla að umbótum í umhverfismálum innan fyrirtækisins og í verkefnum þess.
  • Að gera þá kröfu um að allir starfsmenn þekki umhverfisstefnu fyrirtækisins og taki virkan þátt í framgangi hennar.